Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar ætla í Höllina
Miðvikudagur 2. desember 2015 kl. 18:02

Þróttarar ætla í Höllina

Þróttur Vogum eygir ennþá von um að komast í bikarúrslitin í handbolta. Liðið leikur gegn Fram í 16-liða úrslitum bikarsins n.k. laugardag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Þróttarar fóru létt í gegnum 32-liða úrslitin með öruggum sigri á KR. Framarar eru að gera góða hluti í Olísdeildinni. Eru í 3. sæti deildarinnar og gerðu jafntefli í síðasta leik á móti Akureyri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrrverandi landsliðskempurnar hjá Þrótti Vogum ætla sér ekkert annað en sigur og vilja Þróttarar hvetja alla áhugamenn um handbolta að mæta og taka þátt í þessum stórviðburði.

„Fyrst og fremst hvetjum við alla Vogabúa til að fjölmenna á leikinn og styðja félagið sitt og taka þátt í þessari gleði,“ segir í viðburði á facebook-síðu Þróttara.