Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Þrjú til Serbíu á Evrópumót í tækni
Bartosz Wiktorowicz, Daníel Aagard Nilesen, Daníel Arnar Ragnarsson, Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Ástrós Brynjarsdóttir. Helgi Rafn Guðmundsson þjálfari er fyrir aftan.
Mánudagur 22. júní 2015 kl. 09:06

Þrjú til Serbíu á Evrópumót í tækni

Bartosz Wiktorowicz og Ástrós Brynjarsdóttir, félagar í taekwondo liði Keflavíkur fóru í gær ásamt þremur öðrum meðlimum íslenska landsliðsins í taekwondo tækni til Serbíu að keppa á Evrópumótinu í tækni. Ástrós er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í tækni og Bartosz hefur einnig sigrað mörg mót í tækni.

Tækni er önnur tveggja aðalkeppnisgreina taekwondo. Meðfylgjandi má sjá myndband af undirbúningi þeirra tveggja fyrir þetta mót ásamt viðtali sem tekið var við þau á æfingu. Ástrós keppir í 15-17 ára aldursflokki kvenna og Bartosz í 12-14 ára aldursflokki drengja. Bartosz keppir einnig í hópatækni drengja 12-14 ára ásamt Hákoni og Eyþóri sem eru úr Ármanni. Evrópumótið er eitt sterkasta mót heims í tækni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Daníel Arnar Ragnarsson - Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Daníel Aagard-Nilsen Egilsson munu keppa í Frakklandi í byrjun júlí.

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25