Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslit Hópbílabikarsins
Fimmtudagur 4. nóvember 2004 kl. 21:47

Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslit Hópbílabikarsins

Njarðvík og Grindavík tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Hópbílabikars karla í körfuknattleik. Það sama gerði Keflavík í kvennaflokki.

Njarðvík vann Hauka 93-82 þar sem Matt Sayman fór á kostum í annars tilþrifalitlum leik.

Grindavík vann Skallagrím á heimavelli sínum, 88-80, og Keflavíkurstúlkur lögðu Breiðablik 100-49 og samtals með 130 stiga mun í leikjunum tveimur.

Keflavíkurdrengir leika á laugardag gegn ÍR og eru með 46 stiga forskot úr fyrri leiknum.

Nánar um leikina síðar...

VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024