Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 18. maí 2000 kl. 21:51

Þrjú stig í höfn.

Keflvíkingar lönduðu fyrstu stigum sínum í Landssímadeildinni í kvöld, er þeir unnu sigur á Breiðabliki með einu marki gegn engu í Keflavík.Mark Keflvíkinga kom á fjórtándu mínútu leiksins, en það var Guðmundur Steinarsson sem skoraði úr vítaspyrnu, eftir að brotið hafði verið á einum heimamanna inni í vítateig Blika. Leikurinn einkenndist annars af norðan strekkingi og áttu leikmenn beggja liða í nokkrum vandræðum með að halda knettinum innan liðsins. Besti leikmaður Keflvíkinga í leiknum var Jakob Már Jónharðsson, sem var valinn maður leiksins af K-inu, stuðningsmannaklúbbi Keflvíkinga. Einnig áttu Liam O´Sullivan, Guðmundur Steinarsson og Gunnleifur Gunnleifsson góða spretti í leiknum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024