Þrjú Íslandsmet!
Reykjanesmótið í Réttstöðulyftu 2001 var haldið í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur síðastliðinn laugardag en það var MASSI, Lyftinga- og líkamsræktardeild U.M.F.N. sem stóð fyrir mótinu. Níu keppendur voru mættir til leiks og flestir bættu sinn besta árangur og þrjú Íslandsmet voru sett.
Í flokki 67,5kg í flokki 40 ára og eldri keppti Hörður „Jepplingur” Birgisson og bætti hann sitt eldra Íslandsmet í þrígang og endaði hann í 180 kg sem er tíu kílóa bæting. Þarna er sterkur strákur á ferðinni sem þarf lítið að hafa fyrir lóðunum.
Í 75 kg flokki lyfti Hörður Jónsson 150 kg og í flokki 82,5 kg lyfti Philip Óskar Arorud 240 kg.
Í 90 kg flokki var Sigmundur „Húnn” Bjarnason með 230 kg og hefði hann lyft meiru ef tilraunirnar hefðu verið fleiri. Hann bætti sig um 15 kg og vann að auki stigabikarinn fyrir heimamann.
Í 100 kg flokki lyfti Guðjón Guðmundsson 255 kg.
Í 110 kg flokki lyfti Bjarki Þór Sigurðsson 290 kg og reyndi við 310 kg, en þau fóru ekki upp þann daginn. Bjarki hreppti þó stigabikar karla. Í 125 kg flokki lyfti Gunnar Freyr Rúnarsson 250 kg. Í flokki +125 kg voru tveir keppendur, Eyþór „Ylfingur” Sigmarsson og lyfti hann 240 kg.flokkinn Tröllið Jón Valgeir Wilhelm vann þann flokk þegar hann reif upp 275kg og fékk Tilþrifabikarinn að auki.
Í flokki 67,5kg í flokki 40 ára og eldri keppti Hörður „Jepplingur” Birgisson og bætti hann sitt eldra Íslandsmet í þrígang og endaði hann í 180 kg sem er tíu kílóa bæting. Þarna er sterkur strákur á ferðinni sem þarf lítið að hafa fyrir lóðunum.
Í 75 kg flokki lyfti Hörður Jónsson 150 kg og í flokki 82,5 kg lyfti Philip Óskar Arorud 240 kg.
Í 90 kg flokki var Sigmundur „Húnn” Bjarnason með 230 kg og hefði hann lyft meiru ef tilraunirnar hefðu verið fleiri. Hann bætti sig um 15 kg og vann að auki stigabikarinn fyrir heimamann.
Í 100 kg flokki lyfti Guðjón Guðmundsson 255 kg.
Í 110 kg flokki lyfti Bjarki Þór Sigurðsson 290 kg og reyndi við 310 kg, en þau fóru ekki upp þann daginn. Bjarki hreppti þó stigabikar karla. Í 125 kg flokki lyfti Gunnar Freyr Rúnarsson 250 kg. Í flokki +125 kg voru tveir keppendur, Eyþór „Ylfingur” Sigmarsson og lyfti hann 240 kg.flokkinn Tröllið Jón Valgeir Wilhelm vann þann flokk þegar hann reif upp 275kg og fékk Tilþrifabikarinn að auki.