Þrjú gull hjá Írisi Eddu
Íris Edda Heimisdóttir hefur unnið til þrennra gullverðlauna í sundi á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Í gær sigraði Íris Edda í 200 metra bringusundi og í boðsundsveitinni í 4x100 metra bringusundi.Þess má geta að Erla Dögg Haraldsdóttir lenti í 2. sæti í 200 metra bringusundinu sem Íris sigraði. Þá lenti Örn Arnarson í 2. sæti í 50 metra skriðsundi.