Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrjú frá Grindavík í U 19 ára landsliðin
Föstudagur 18. apríl 2008 kl. 16:40

Þrjú frá Grindavík í U 19 ára landsliðin

Þær Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Elínborg Ingvarsdóttir hafa verið valdar í U 19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í milliriðlum fyrir EM í lok apríl. Báðar koma þær Anna og Elínborg úr Grindavík og eru einu leikmennirnir af Suðurnesjum í hópnum.
 
Þá hefur Jósef Kristinn Jósefsson, einnig úr Grindavík, verði valinn í U 19 ára landslið karla sem leikur í milliriðli fyrir EM í Noregi dagana 27. apríl-2. maí næstkomandi. Jósef er eini Suðurnesjamaðurinn í U 19 ára liðinu.
 
VF-Mynd/ [email protected]Jósef í leik með Grindavík í 1. deild á síðustu leiktíð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024