Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrjátíu ára bið á enda hjá Jóni Inga
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 30. ágúst 2023 kl. 14:47

Þrjátíu ára bið á enda hjá Jóni Inga

Biðin eftir draumahögginu getur verið löng og margir kylfingar ná aldrei að fara holu í höggi. Suðurnesjamaðurinn Jón Ingi Ægisson komst loks í hóp einherja þegar hann náði draumanhögginu á 13. braut í Leirunni í gær.

Jón Ingi sló þetta fína högg með 6-járni og boltinn fór rakleiðis í holu en brautin spilaðist 157 metrar þennan dag. Kappinn hefur leikið golf í þrjátíu ár og er búinn að bíða eftir þessari stund alla tíð. Jón Ingi er duglegur kylfingur og hefur spilað mikið golf. Með honum voru góðir drengir úr Golfklúbbi Suðurnesja, þeir Sigurður Stefánsson, Pétur Jadee og Stefán Guðjónsson.

Jón Ingi er einn af bestu snókerspilurum landsins og getur státað sig af því að vera með lága forgjöf líka, þrátt fyrir að vera bara með sjón á öðru auga. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024