Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrjátíu ár frá stóru körfuboltaári í Keflavík og Njarðvík
Forsíðufrétt í Víkurfréttum 28. mars 1985.
Miðvikudagur 11. febrúar 2015 kl. 18:33

Þrjátíu ár frá stóru körfuboltaári í Keflavík og Njarðvík

Keppnistímabilið 1984-1985 var stórt í körfuboltanum í Njarðvík og Keflavík en samtals unnu liðin ásamt Grindavík átta meistaratitla og einn bikarmeistaratitil. Njarðvíkingar sigruðu í Úrvalsdeildinni fjórða skiptið á fimm árum og þetta ár komust Keflvíkingar upp í efstu deild í körfunni á Íslandi.

Njarðvíkingar sigruðu Hauka í þriðja úrslitaleik liðanna í úrslitakeppninni 67-61 í spennandi leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þá voru liðin „Kanalaus“ en leikmaður ársins var Valur Ingimundarson. Haukar unnu fyrsta leikinn, UMFN þann næsta og svo þriðja leikinn.
Hið unga lið Keflavíkur sem skartaði köppum á borð við Jón Kr. Gíslaon og Guðjón Skúlason sigraði í 1. deildinni sem var næst efsta deild. Liðið tapaði lokaleik deildarinnar en það kom ekki að sök. Liðið komst einnig í undanúrslit í bikarkeppni KKÍ. Þá sigraði kvennalið Keflavíkur í 2. deild. Sex aðrir titlar komu í hús í yngri flokkum félaganna en Grindavík vann tvo þeirra.

Hér að neðan má sjá opnuumfjöllun Víkurfrétta eftir sigurinn hjá Njarðvík og frétt um árangur Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024