Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrjár úr Keflavík teknar inn í landsliðshópinn
Birna Valgerður Benónýsdóttir
Miðvikudagur 9. nóvember 2016 kl. 11:41

Þrjár úr Keflavík teknar inn í landsliðshópinn

Loka æfingahópur A landsliðs kvenna í körfubolta var kynntur í gær en þar eru þrír leikmenn úr Keflavík sem ekki hafa spilað með A landsliðinu áður. Það eru þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir en þær hafa leitt Keflavíkurliðið í Dominos deild kvenna og spilað frábærlega það sem af er tímabils.

Í nóvember fara fram tveir síðustu landsleikirnir í undankeppni EM, EuroBasket 2017. Sá fyrri verður þann 19. gegn Slóvakíu á útivelli en svo tekur Ísland á móti Portúgölum í Laugardalshöllinni þann 23. nóvember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðrir leikmenn í hópnum sem koma frá Suðunesjaliðum eru þær Ingibjög Jakobsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir úr Grindavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir úr Keflavík.