Þrjár Suðurnesjastúlkur með U-19 ára liði Íslands gegn Pólverjum
Hin 15 ára Sveindís Jane er í hópnum
Þrjár Suðurnesjakonur eru í U-19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu en liðið leikur gegn Pólverjum í Sandgerði í kvöld klukkan 18:00.
Keflvíkingarnir Anita Lind Daníelsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar í hópnum sem og Grindvíkingurirnn Dröfn Einararsdóttir. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fram fer í Finnlandi í september.
Anita og Sveindís hafa báðir áður leikið með U-17 ára landsliðinu. Anita Lind er fædd árið 1999 og er 17 ára en Sveindís Jane er aðeins 15 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur eru þær fastamenn í meistaraflokki Keflavíkur. Dröfn hefur sömuleiðis verið fastamaður í Grindavíkurliðinu en hún hefur leikið 15 landsleiki með U-17 liði Íslands. Hún er fædd árið 1999.