Þrjár skyttur frá Suðurnesjum
Eins og fram hefur komið verður Stjörnuleikurinn í körfubolta næsta laugardag í Dalhúsum í Grafarvogi og eins og venjulega verður 3-stiga skotkeppni á dagskrá.
Það verða 10 keppendur sem munu taka þátt í keppninni í ár og þar á meðal eru þrír fulltrúar frá Suðurnesjaliðum. Þeir félagar í Grindavík, Giordan Watson og J´Nathan Bullock mæta til leiks og Ólafur Helgi Jónsson verður fulltrúi Njarðvíkinga. Keflvíkingar eiga ekki fulltrúa og einhverjir furða sig kannski á því hvers vegna skyttan Magnús Gunnarsson sé ekki með en þátttakendur í keppninni í ár eru þeir 10 leikmenn sem hafa besta skotnýtingu í þriggjastigaskotum. Ólafur Helgi sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri nú ekkert sérstaklega að æfa sig fyrir keppnina en hann telur að byssan detti í gang þegar á hólminn er komið. Hann bætti því svo við að sjálfsagt stefni hann á sigur eins í öllum öðrum keppnum sem hann tekur þátt í.
Keppendur í ár:
James Bartolotta ÍR
Pálmi F Sigurgeirsson Snæfell
J'Nathan Bullock Grindavík
Ragnar Gylfason Valur
Austin Magnus Bracey Valur
Giordan Watson Grindavík
Jón Ólafur Jónsson Snæfell
Justin Shouse Stjarnan
Darrin Govens Þór Þ
Ólafur Helgi Jónsson Njarðvík
Hátíðin á laugardaginn hefst klukkan 14:00 með forkeppni í 3-stiga keppninni.