Þrjár frá Grindavík í U 16
Þrjár stúlkur frá Grindavík verða í 12 manna liði U 16 ára landsliðshópsins í körfuknattleik sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Stokkhólmi síðar í maímánuði. Þær Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Alma Rut Garðarsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir voru valdar í hópinn en þær eru allar í 10. flokki Grindavíkur sem varð Íslandsmeistari um síðustu helgi. Þjálfari landsliðsins er Yngvi Gunnlaugsson.




