Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrjár áhafnir frá Suðurnesjum
Fimmtudagur 29. ágúst 2013 kl. 07:11

Þrjár áhafnir frá Suðurnesjum

Taka þátt í Rallý Reykjavík

Rally Reykjavík hefst á morgun en þrjár áhafnir frá Suðurnesjum eru skráðar til leiks að þessu sinni. Þetta er í þrítugasta og fjórða skiptið sem að þetta rall er haldið á vegum BÍKR.
Þeir félgar Henning og Árni mæta til leiks á Subaru Impreza í flokki N4 en þeir byrjuðu sumarið
á því að sigra Aðalskoðunarrall Aífs í byrjun sumars og lentu svo í öðru sæti í Skagafirðinum.  Þeir félagar leiða Íslandsmótið í ralli yfir heildina og má búast við að þeir ætli sér öll þau stig sem að hægt verður að sækja til að færa sig nær titlinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ragnar og Sævar á ferðinni.

Í 4x4 non túrbo flokki mæta þeir Halldór Vilberg og Brynjar til leiks, en þeir aka Subaru Impreza með 2.0 lítra vél.  Þeir félagar sýndu vel hvað í þeim bjó í fyrsta ralli en lentu í því óhappi að bleyta bílinn á sérleið um Djúpavatn en þar sáu þeir sigurinn í sínum flokki fara frá þeim og enduðu í 4. sæti í sínum flokk en 8 sæti yfir heildina en komu svo grimmir til leiks og lentu í þriðja sæti yfir heildina í Skagafirðinum og sigruðu flokkinn sinn þar. Því má búast við að Halldór og Brynjar mæti sterkir til leiks um helgina.

Í jeppaflokki mæta þeir Ragnar Þ. Magnússon og Sævar Gunnarsson en þeir kepptu í Aðalskoðunarralli Aífs í byrjun sumars og sigruðu þá sinn Jeppaflokk og enduðu í 7. sæti yfir heildina, en það verður að teljast mjög góður árangur. Þeir eru að mæta í sitt annað rall á sumrinu og verður hörð barátta í jeppaflokki en Ragnar og Sævar leiða flokkinn af stigum og þurfa því að klára rallið til að tryggja sér stiginn sem þar eru í boði.  


 Henning og Árni á Subaru Impreza.