Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír Suðurnesjamenn keppa með U18 ára landsliðinu á EM
Landsliðið á leiðinni til Ploiesti í Rúmeníu
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
fimmtudaginn 28. júlí 2022 kl. 10:21

Þrír Suðurnesjamenn keppa með U18 ára landsliðinu á EM

U18 ára landslið drengja í körfubolta hélt af stað í gær til Ploiesti í Rúmeníu þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en strákarnir leika í B-deild Evrópumótsins. Í liðinu eru þrír Suðurnesjamenn en það eru þeir Elías Bjarki Pálsson og Róbert Birmingham úr liði Njarðvíkur og Kristján Fannar Ingólfsson en hann er uppalinn Keflvíkingur sem spilar nú með Stjörnunni. 
Ísland hefur leik í A-riðli og leika gegn Úkraínu, Eistlandi, Danmörku og Írlandi áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á morgun föstudag í öllum riðlum.
Landslið U18 drengja á EM 2022 skipa þeir:
Almar Orri Atlason · KR
Ágúst Goði Kjartansson · Unibasket, GER
Daníel Ágúst Halldórsson · Þór Þorlákshöfn
Elías Bjarki Pálsson · Njarðvík
Hilmir Arnarson · Fjölnir
Karl Ísak Birgisson · Fjölnir
Karl Kristján Sigurðarson · Valur
Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
Orri Már Svavarsson · Tindastóll
Róbert Birmingham · Njarðvík
Sigurður Rúnar Sigurðsson · Stjarnan
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn
Þjálfari: Israel Martin
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Már Stefánsson og Friðrik Þjálfi Stefánsson
Sjúkraþjálfarar: Stefán Magni Árnason
Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024