Þrír Suðurnesjamenn í U17 liði karla
Suðurnesin áttu 3 fulltrúa í U17 liði karla sem tók þátt í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum 18.-21 apríl.
Leikmennirnir eru Stefan Ljubicic og Sigurbergur Bjarnason sem leika með Keflavík og Benjamin Fjeldsted Sveinsson sem leikur með unglingaliði Aalesunds FK í Noregi en hann hefur spilað fyrir bæði Njarðvík og Keflavík hér á landi.