Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír Suðurnesjamenn í U-21
Miðvikudagur 13. ágúst 2008 kl. 16:02

Þrír Suðurnesjamenn í U-21

Þrír Suðurnesjamenn eru í U-21 árs landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Danmörku í vináttuleik á KR-vellinum, miðvikudaginn 20. ágúst. Ingvar Jónsson, markvörður úr Njarðvík, Hallgrímur Jónasson, varnarmaður úr Keflavík, og Jósef Kristinn Jósefsson, varnarmaður úr Grindavík, voru valdnir í hópinn af Luka Kostic, landsliðsþjálfara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er í fyrsta skiptið sem þeir Ingvar og Jósef eru valdnir í hópinn en Hallgrímur hefur leikið sjö leiki með U-21 árs liðinu.


U-21 árs landslið Íslands:

Markmenn:

Þórður Ingason, Fjölnir

Ingvar Jónsson, Njarðvík


Varnarmenn:

Arnór Aðalsteinsson, Breiðablik

Guðmundur Gunnarsson, KR

Hallgrímur Jónasson, Keflavík

Heimir Einarsson, ÍA

Hólmar Örn Eyjólfsson, HK

Jósef Kristinn Jósefsson, Grindavík


Miðjumenn:

Ari Freyr Skúlason, GIF Sundsvall

Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts

Guðmundur Kristjánsson, Breiðablik

Heiðar Geir Júlíusson, Fram

Matthías Viljálmsson, FH


Sóknarmenn:

Birkir Bjarnason, Bodo Glimdt

Gylfi Sigurðsson, Reading

Kjartan Henry Finnbogason, Sandefjord

Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmar

Rúrik Gíslason, Viborg


VF-MYND/JJK: Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson var valinn í U-21 árs landsliðið í fyrsta sinn.