Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír Suðurnesjamenn í U-20 hópnum
Mánudagur 19. desember 2005 kl. 13:26

Þrír Suðurnesjamenn í U-20 hópnum

Einar Árni Jóhannsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla í körfuknattleik hefur valið æfingahóp sem æfa mun nú yfir jólin. Liðið mun taka þátt í EM í Lissabon, Portúgal dagana 14.-23. júlí 2006.

Hópurinn æfir sem hér segir:
Laugardagur 17.desember 11:00-13:00 og 14:00-15:30 Njarðvík
Sunnudagur 18.desember 14:30-16:00 og 17:30-19:00 Kennaraháskólinn
Mánudagur 19.desember 18:20-20:20 Njarðvík

Auk Suðurnesjamannanna Jóns Gauta Jónssonar frá Keflavík og Kristjáns Sigurðssonar og Jóhanns Árna Ólafssonar eru eftirtaldir leikmenn eru í 26 manna úrtakinu:

Adolf Hannesson Skallagrímur, Alexander Dungal FSU, Árni Ragnarsson FSU, Árni Þór Jónsson Fjölnir/USA, Áskell Jónsson Skallagrímur, Birgir Björn Pétursson KFÍ, Birkir Heimisson Þór Ak./USA, Bjarki Oddsson Þór Ak, Bjarni ÁrnasonÞór Ak, Brynjar Kristófersson Fjölnir,Daníel Guðmundsson FSU, Darri Hilmarsson KR, Ellert Arnarson KR, Elvar Guðmundsson ÍR, Heiðar Lind Hansson Skallagrímur, Ólafur Torfason Þór Ak / USA, Pavel Ermolinskij Malaga, Skúli Þórarinsson Valur, Steingrímur Ingólfsson Valur, Sveinbjörn Claessen ÍR, Tryggvi Pálsson Fjölnir, Vésteinn Sveinsson FSU, Þorsteinn Sverrisson Fjölnir/USA.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024