Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír Suðurnesjamenn í landsliðinu í körfu
Jóhann Árni Ólafsson stóð sig vel með UMFG í vetur og er í landsliðshópnum.
Föstudagur 12. júlí 2013 kl. 22:07

Þrír Suðurnesjamenn í landsliðinu í körfu

Suðurnesjamennirnir Jóhann Árni Ólafsson úr UMFG, Logi Gunnarsson úr UMFN og Hörður Axel Vilhjálmsson sem lék síðast með Keflavík þegar hann var á Íslandi eru í landsliðshópi Íslands sem fer til Kína á þriðjudaginn.
Auk kínverska og íslenska liðsins taka þát lið Makedóníu og Svartfjallalands en þau eru að undirbúa sig fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem verður í Slóveníu í haust.

Íslenska liðið er að undirbúa sig undir þátttöu í undankeppni Evrópumótsins semhefst í byrjun ágúst en leikið verður um eitt sæti á Eurobasket 2015 í Úkraínu.

Hópurinn sem heldur utan til Kína á þriðjudaginn er skipaður eftirtöldum aðilum:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Brynjar Þór Björnsson · KR
Haukur Helgi Pálsson · La Bruixa d'Or (áður Manresa)    
Jakob Örn Sigurðarson · Sundsvall Dragons   
Jóhann Árni Ólafsson · Grindavík 
Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons 
Martin Hermannsson · KR   
Axel Kárason · Værlose
Ragnar Nathanaelsson · Hamar
Hörður Axel Vilhjálmsson · án félags        
Logi Gunnarsson · án félags    
Pavel Ermolinskij · án félags

Peter Öqvist · þjálfari
Pétur Már Sigurðsson · aðstoðarþjálfari
Arnar Guðjónsson  · aðstoðarþjálfari
Jóhannes Marteinsson  · sjúkraþjálfari
Hannes S. Jónsson  · fararstjóri
Friðrik Ingi Rúnarsson · fararstjóri

Logi í aksjón með landsliðinu og Hörður Axel með Keflavík áður en hann hélt utan.