Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír Suðurnesjamenn í landsliði Íslands
Hörður Axel Vilhjálmsson er leikjahæsti leikmaðurinn í hópnum, hefur leikið 88 leiki fyrir hönd Íslands. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 10. ágúst 2021 kl. 09:27

Þrír Suðurnesjamenn í landsliði Íslands

Íslenska landslið karla í körfuknattleik hefur verið valið fyrir leikina í seinni umferð forkeppninni að HM 2023 sem fram fer næstu daga í Svartfjallalandi. Hópurinn hélt af stað síðast sunnudag til Svartfjallalands.

Leikir Íslands fara fram fimmtudaginn 12. ágúst og föstudaginn 13. ágúst í fyrri umferðinni og svo aftur mánudaginn og þriðjudaginn 16. og 17. ágúst. Allir leikirnir verða sýndir beint á RÚV og leiktími þeirra allra kl. 18:00 að íslenskum tíma.

FIBA hefur sett upp sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi eins og liðið hefur tekið þátt í áður í síðastliðnum landsliðsgluggum og munu liðið því leika alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þessari lotu. Um er að ræða mjög mikilvæga leiki en tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í haust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrír leikmenn Suðurnesjaliðanna eru í landsliðshópnum að þessu sinni, þeir eru Hörður Axel Vilhjálmsson frá Keflavík og þeir Kristinn Pálsson og Ólafur Ólafsson frá Grindavík. Þá er Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson sem leikur með Telenet Giants Antwerp í Belgíu einnig í hópnum. Craig Pedersen hefur valið eftirfarandi fjórtán manna hóp í leikina:

Nafn, félag (landsleikir)

Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2)
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu (52)
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6)
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88)
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn (18)
Kristinn Pálsson, Grindavík (19)
Kristófer Acox, Valur (40)
Ólafur Ólafsson, Grindavík (42)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51)
Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2)
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16)
Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn (43)
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11)
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66)