Þrír Suðurnesjamenn í hópnum hjá Eyjólfi
Þrír Suðurnesjamenn hafa verið valdir í u21 landslið Íslands í knattspyrnu sem mætir Makedóníu í Skopje þann 24. mars í undankeppni EM 2017. Þetta eru þeir Elías Már Ómarsson, Samúel Kári Friðjónsson og Daníel Leó Grétarsson, en þeir leika allir sem atvinnumenn erlendis.
Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 11 stig en Frakkar koma næst með 10 stig og svo Makedónía með 7 stig. Íslenska liðið leikur ekki aftur fyrr en í september í riðlinum eftir leikinn við Makedóníu.
Hópurinn sem þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson valdi er hér að neðan:
Markmenn
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Frederik August Albrecht Schram (Án félags)
Ólafur Íshólm Ólafsson (Fylkir)
Aðrir leikmenn
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Hjörtur Hermannsson (Gautaborg)
Aron Elís Þrándarson (Álasund)
Árni Vilhjálmsson (Lilleström)
Elías Már Ómarsson (Valerenga)
Adam Örn Arnarsson (Álasund)
Böðvar Böðvarsson (Midtjylland)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Sindri Björnsson (Valur)
Daníel Leó Grétarsson (Álasund)
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Viktor Jónsson (Víkingur R.)
Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Samúel Kári Friðjónsson (Reading)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)