Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 6. mars 2002 kl. 10:10

Þrír Suðurnesjamenn í byrjunarliði Íslands gegn Brasilíu

Grétar Hjartarson úr Grindavík er eini nýliðinn í byrjunarliði Íslands gegn Brasilíu í dag. Atli Eðvaldsson tilkynnti í gær byrjunarlið Íslands sem mætir Brasilíu í vináttulandsleik annað kvöld í borginni Cuiabá og mun Atli beita 4-5-1 leikaðferðinni gegn fjórföldu heimsmeistaraliði heimamanna. Alls eru fimm nýliðar í hópnum, þar á meðal er Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson. Félagar hans úr Keflavík, þeir Hjálmar Jónsson og Haukur Ingi Guðnason eru báðir í byrjunarliðinu sem er annar svona skipað:
Árni Gautur Arason, markvörður. Sævar Þór Gíslason, Gunnlaugur Jónsson, Ólafur Örn Bjarnason og Hjálmar Jónsson, varnarmenn. Baldur Aðalsteinsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Haukur Ingi Guðnason, Ólafur Stígsson og Einar Þór Daníelsson verða á miðsvæðinu og Grétar verður einn í fremstu víglínu. Ólafur Þór Gunnarsson er varamarkvörður liðsins en aðrir leikmenn eru Grétar Rafn Steinsson, Kjartan Antonsson, Sigurvin Ólafsson, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson og Guðmundur Steinarsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024