Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír Suðurnesjamenn í 2. deildarliði ársins
Hermann Hreiðarsson kynntur sem þjálfari Þróttar í sumar. Með honum á myndinni eru Marteinn Ægisson (fyrir miðju) og Andy Pew sem var valinn í lið ársins.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 7. nóvember 2020 kl. 13:05

Þrír Suðurnesjamenn í 2. deildarliði ársins

Hemmi Hreiðars þjálfari ársins

Fótbolti.net birti val þjálfara og fyrirliða 2. deildarliða á liði ársins 2020 í gær.

Hermann Hreiðarsson, sem tók við liði Þróttar Vogum í sumar, var valinn þjálfari ársins og Njarðvíkingarnir Marc McAusland og Kenneth Hogg ásamt Andy Pew úr Þrótti eru allir í liði ársins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Kenneth Hogg var öflugur og skoraði þrettán mörk í sumar.


Úrvalslið ársins 2020:
Andri Þór Grétarsson (Kórdrengir)

Hákon Ingi Einarsson (Kórdrengir
Marc McAusland (Njarðvík)
Andy Pew (Þróttur Vogum)
Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)

Einar Orri Einarsson (Kórdrengir)
Kenan Turudija (Selfoss)
Kenneth Hogg (Njarðvík)

Tómas Leó Ásgeirsson (Haukar)
Albert Brynjar Ingason (Kórdrengir)
Hrvoje Tokic (Selfoss)