Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 24. janúar 2003 kl. 10:22

Þrír Suðurnesjaleikir í Intersportdeildinni í kvöld

Þrír leikir verða á dagskrá hjá Suðurnesjaliðunum í Intersportdeild karla í körfuknattleik í kvöld ásamt einum leik í 1. deild kvenna. Keflvíkingar taka á móti Haukum kl. 20:00 en fyrir þann leik, eða kl. 18:00 leika Keflavíkurstúlkur einnig gegn Haukum. Njarðvíkingar taka á móti Hamri kl. 19:15 í ljónagryfjunni og á sama tíma mætast Grindavík og Snæfell í Grindavík.KR-ingar eru efstir í deildinni með 24 stig en þeir hafa leikið einum leik meira en flest liðin. Grindvíkingar eru í 2. sæti með 22 stig og geta með sigri í kvöld komist upp að hlið KR á toppnum. Keflvíkingar eru í 3. sæti með 18 stig og Njarðvíkingar í 4. - 5. sæti með 16 stig.

Mynd: Darrell Lewis hefur leikið vel með Grindvíkingum í vetur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024