Þrír Suðurnesjadrengir í æfingahóp U-19
Þrír leikmenn af Suðurnesjum hafa verið valdir í æfingahóp U-19 karla í knattspyrnu, en Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í gær.
Grindvíkingarnir Bogi Rafn Einarsson og Jósef Kristinn Jósefsson eru í hópnum auk Njarðvíkingsins Kára Oddgeirssonar.
Liðið mun leika tvo æfingaleiki um helgina, fyrst gegn Víði í Reykjaneshöll á laugardag og þá í Fífunni á sunnudag þar sem þeir takast á við Huginn.
Mynd/Þorsteinn G: Jósef í leik með Grindavík.
Grindvíkingarnir Bogi Rafn Einarsson og Jósef Kristinn Jósefsson eru í hópnum auk Njarðvíkingsins Kára Oddgeirssonar.
Liðið mun leika tvo æfingaleiki um helgina, fyrst gegn Víði í Reykjaneshöll á laugardag og þá í Fífunni á sunnudag þar sem þeir takast á við Huginn.
Mynd/Þorsteinn G: Jósef í leik með Grindavík.