Þrír samningar undirritaðir við UMFN
Þrír leikmenn gengu frá samningur við knattspyrnudeild UMFN á föstudaginn sl. Það var Sindri Þór Skarphéðinsson sem gerði sinn fyrsta leikmannasamning en Sindri er 16 ára gamall markvörður og hefur leikið með UMFN í yngri flokkum. Sindri hefur staðið í marki hjá UMFN í nokkrum æfingaleikjum að undanförnu og er efni í góðan markvörð.
Haraldur Axel Einarsson framlengdi samning sínum við UMFN um tvö ár en hann kom til liðsins fyrir síðasta tímabil og lék alla leikina sl. sumar. Þá framlengdi Björn Ísberg Björnsson samning sinn einnig til næstu tveggja ára. Björn hefur leikið með liðinu frá 2002 en lagði skóna á hilluna í nokkur ár og tók þá aftur niður sumarið 2008 og hefur verið í leikmannahóp síðan.
Mynd: Sindri Þór Skarphéðinsson handsalar samninginn við Guðmund Rúnar.