Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 19. febrúar 2003 kl. 10:45

Þrír nýjir leikmenn til Njarðvíkur

Þrír leikmenn hafa gengið til liðs við Njarðvík í knattspyrnu að undanförnu og hafa þeir allir fengið fengið leikheimild. Þetta eru þeir Einar Freyr Sigurðsson, Gunnar Örn Einarsson og Hollendingurinn Arjen Kats. Einar kemur til UMFN frá Keflavík. Einar lék 6 leiki með Njarðvík á síðasta sumri en þá var hann lánsmaður frá Keflavík. Gunnar Örn Einarsson kemur einnig frá Keflavík. Gunnar er alin upp hjá UMFN og lék 6 leiki og skoraði 1 mark í 3. deildinni sumarið 1999 en skipti síðan yfir til Keflavíkur. Arjen Kats er 22 ára Hollendingur sem er hér á landi við nám í sjúkraþjálfun. Hann lék með lið heimabæjar síns V.C.K.Koudekerke sem er með lið í hollensku þriðju deildinni, hann er jafnframt fyrsti erlendi leikmaðurinn sem leikur með Njarðvík.

Af heimasíðu UMFN!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024