Þrír nýir leikmenn til Þróttar Vogum
Þróttur Vogum hefur gert samning við þrjá leikmenn sem munu leika með liðinu í 2. deild í knattspyrnu í sumar. Leikmennirnir eru Viktor Smári Segatta, Finnur Árni Viðarsson og Brynjar Sigþórsson.
Viktor, sem er fæddur 1992, lék með Gróttu í 1. deildinni í fyrra og skoraði hann með þeim fimm mörk, hann hefur einnig leikið með norska liðinu Stord í 3. deild. Viktor er uppalinn hjá FH og hefur leikið með Haukum, ÍR og Gróttu.
Finnur Árni kemur frá Þrótti Reykjavík og er hann tvítugur varnarmaður, hann lék áður með FH í 2. flokki en Finnur hefur æft með Þrótti undanfarin misseri. Brynjar er tvítugur líkt og Finnur og kemur hann frá FH, hann byrjaði að æfa með Þrótti fyrir nokkrum vikum.