Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír leikir í Lengjubikarnum í kvöld
Mánudagur 31. október 2011 kl. 16:18

Þrír leikir í Lengjubikarnum í kvöld

Í kvöld fer fram önnur umferð í Lengjubikar karla í körfubolta en Suðurnesjaliðin þrjú eiga öll heimaleik að þessu sinni.

Njarvíkingar taka á móti Hamarsmönnum í Ljónagryfjunni.

Grindvíkingar fá lærisveina Örvars Kristjánssonar úr Grafarvoginum í heimsókn en grindvíkingar sigruðu Fjölnismenn örugglega á dögunum.

Keflvíkingar taka svo á móti Valsmönnum sem hefur gengið afleitlega það sem af er tímabili.

Leikirnir hefjast klukkan 19:15

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024