Þrír leikir á þremur dögum: GRV úr leik í bikar
GRV og Þór/KA mættust í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í 2. flokki á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði í gær. Gestirnir að Norðan höfðu 1-4 sigur í leiknum og munu því leika til bikarúrslita. Kristín Harpa Sigurfinnsdóttir gerði mark GRV í leiknum.
Athygli vekur að í gær var 2. flokkur GRV að leika sinn annan leik á tveimur dögum. Skiljanlega hafa leikmenn GRV því verið þreyttir þegar í leikinn kom og
Meira en helmingur leikmanna úr 2. flokki GRV leika líka með meistaraflokki félagsins sem á að mæta sterku liði Aftureldingar í 1. deildinni í kvöld kl. 18:30 á Grindavíkurvelli.
Margir leikmenn GRV munu því í kvöld leika sinn þriðja knattspyrnuleik á þremur dögum og því deginum ljósara að félagið situr ekki við sama borð og mörg önnur lið þegar kemur að leikjaniðurröðun.
VF-mynd/ www.245.is