Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 30. október 2002 kl. 11:46

Þrír leikir á dagskrá í kvennaboltanum í kvöld

Suðurnesjaliðin verða í eldlínunni í kvöld í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik. Á Ásvöllum mætast Haukar og Grindavík kl. 18:30, Keflavíkurstúlkur fara í Vesturbæinn og leika við KR kl. 19:15 og kl. 20:00 fá Njarðvíkurstúlkur Stúdínur í heimsókn í ljónagryfjuna.Að loknum fjórum umferðum eru Keflavíkurstúlkur einar á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, átta stig. Grindvíkingar eru í 2. sæti með sex stig en Njarðvíkurstúlkur eru í 4. sæti með tvö stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024