Þrír Keflvíkingar í eldlínunni með landsliðinu
Keflvíkingar eiga þrjá fulltrúa í U-17 liði Íslands sem leikur um þessar mundir í Portúgal í undankeppni EM U17 landsliða karla í knattspyrnu. Liðið tapaði fyrir Úkraínu 2-0 fyrir skömmu þar sem Keflvíkingarnir Sindri Kristinn Ólafsson (markvörður), Anton Freyr Hauksson og Fannar Orri Sævarsson léku allir. Liðið leikur gegn Lettum í dag en hægt verður að fylgjast með gangi mála hér á vefsíðu UEFA.