Þrír Íslandsmeistaratitlar
á Íslandsmeistaramóti JSI í júdó um helgina.
Njarðvíkingar sópuðu til sín verðlaunum og þrír Íslandsmeistaratitlar komu í hús á Íslandsmeistaramóti JSI í barna- og unglingaflokkum sem fór fram í Laugardalnum í Reykjavík um helgina. Ægir Már Baldvinsson sigraði í sínum flokki, U18, og varð annar í U21 þar sem hann keppti upp fyrir sig. Birkir Freyr Guðbjartsson sigraði sinn flokki í U21 og Sóley Þrastardóttir sigraði einnig í sama aldursflokki.
Í kjölfar mótsins hafa þrír Njarðvíkingar verið valdir til að keppa í júdó fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistaramótinu sem haldið verður í Finnlandi í maí. Sóley Þrastardóttir, Birkir Freyr Guðbjartsson og Bjarni Darri Sigfússon. Sóley er Íslandsmeistari unglinga í júdó, varð önnur á Íslandsmóti fullorðina í sömu grein. Hún er einnig tvöfaldur Íslandsmeistari í Brazilian jiu-jitsu og varð önnur á
Íslandsmeistaramótinu í Taekwondo.
Birkir Freyr Guðbjartsson er Íslandsmeistari í júdó 2014 og komst í úrslit á RIG International sem er eitt sterkasta Judo mót sem haldið hefur verið hérlendis.
Bjarni Darri Sigfússon varð annar á Íslandsmeistaramóti unglinga í júdó 2014 er auk þess tvöfaldur Íslandsmeistari unglinga í Taekwondo og þrefaldur Íslandsmeistari unglinga í Brazilian jiu-jitsu.
Þessir krakkar hafa staðið sig einstaklega vel og komið mikið á óvart á þessu keppnistímabili. Þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokkum eru þau byrjuð að vinna til verðlauna á fullorðinsmótum.
Sóley Þrastardóttir í fyrsta sæti.
Birkir Freyr Guðbjartsson í fyrsta sæti.
Sóley í viðureign.
Ægir Már. Sóley.
Ægir Már.