Þrír Grindvíkingar valdir í lið ársins
Vefmiðillinn Fótbolti.net valdi úrvalslið ársins í annarri deild kvenna fyrir helgi, í liðinu eru þrír leikmenn Grindavíkur auk þess að tveir eru á bekknum. Grindavík vann deildina og náði settu markmiði, að komast í Lengjudeildina á ný.
Markvörðurinn Veronica Blair Smeltzer var valin í úrvalsliðið auk þeirra Þorbjargar Jónu Garðarsdóttur og Birgittu Hallgrímsdóttur, þá voru þær Guðný Eva Birgisdóttir og Una Rós Unnarsdóttir valdar sem varamenn í liðið.
Ray Anthoni Jónsson var valinn þjálfari ársins en hann lauk sínu þriðja tímabili með liðið og hætti að því loknu.
Úrvalslið ársins 2020:
Veronica Blair Smeltzer (Grindavík)
Dagný Rún Gísladóttir (Hamar)
Heidi Samaja Giles (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir)
Lára Hallgrímsdóttir (HK)
Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir (Grindavík)
Karen Sturludóttir (HK)
Birgitta Hallgrímsdóttir (Grindavík)
Samira Suleman (Sindri)
Shakira Duncan (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir)
María Lena Ásgeirsdóttir (HK)
Freyja Karín Þorvarðardóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir)