Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír frá Suðurnesjum í U-21
Samúel Kári og Sindri Kristinn.
Þriðjudagur 26. september 2017 kl. 09:31

Þrír frá Suðurnesjum í U-21

Marinó Axel Helgason hefur verið valinn í U-21 árs landslið Íslands en hann hefur staðið sig vel með Grindavík í Pepsi-deild karla í sumar. Er þetta í fyrsta sinn sem Marínó er valinn í hópinn. 

Sindri Kristinn Ólafsson, sem hefur staðið vaktina í markinu með Keflavík í Inkasso-deild karla í sumar, er  í hópnum en hann hefur áður verið í hóp með U-21 árs landsliðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Vålerenga og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, er einnig í hópnum.

Marinó Axel, leikmaður Grindavíkur.