Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír frá Suðurnesjum í bann
Miðvikudagur 17. ágúst 2005 kl. 11:55

Þrír frá Suðurnesjum í bann

Paul McShane, leikmaður Grindavíkur, var í gær dæmdur í eins leiks bann vegna fjögurra áminninga sem hann hefur fengið í Landsbankadeildinni. Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands kom saman í gær en Paul var eini leikmaðurinn af Suðurnesjum í Landsbankadeildinni sem fékk leikbann.

Í 3. deild voru þeir Hjörtur Fjeldsted og Kristján Jóhannsson dæmdir í eins leiks bann en þeir leika báðir með Reyni Sandgerði.

Heimild: www.fotbolti.net

VF-mynd/ Paul (t.v.) í leik gegn Fylki fyrr á tímabilinu


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024