Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír frá Suðurnesjum í 12 manna EM körfuboltalandsliði
Logi er á leiðinni á annað EM mót með landsliðinu.
Sunnudagur 27. ágúst 2017 kl. 18:17

Þrír frá Suðurnesjum í 12 manna EM körfuboltalandsliði

Þrír körfuboltamenn frá Suðurnesjum eru í 12 manna landsliði sem er á leiðinni á Evrópumótið 2017 í Finnlandi, Eurobasket. Þetta eru Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Logi Gunnarsson og Hörður Axel Vilhjálmsson úr Keflavík.
Þeir halda með liðinu utan á mánudagsmorgun en mótið hefst á fimmtudag.

Ísland leikur í A-riðli í Helsinki í Finnlandi dagana 31. ágúst - 6. september þar sem liðið mun leika gegn Grikklandi, Póllandi, Frakklandi, Slóveníu og heimamönnum Finnum. Eftir riðlakeppnina í fjórum löndum (Finnland-Ísrael-Rúmenía-Tyrkland) þá fara öll úrslitin fram í Tyrklandi og verður fyrsti leikur 16-liða úrslitanna þann 9. september. Fjögur efstu liðin í hverjum riðli fara áfram í 16-liða úrslitin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024