Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír frá Keflavík í ungmennalandsliðshópnum gegn Króötum
Mánudagur 14. mars 2005 kl. 21:15

Þrír frá Keflavík í ungmennalandsliðshópnum gegn Króötum

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer seinna í þessum mánuði. Þeir Magnús Þormar, markvörður frá Keflavík, Ingvi Rafn Guðmundsson, Keflavík og Jónas Guðni Sævarsson, Keflavík, voru á meðal þeirra er Eyjólfur valdi í liðið. Íslenska liðið er í öðru sæti á eftir Króötum sem unnið hafa alla sína leiki.

Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:

Markverðir:
Bjarni Þórður Halldórsson, Fylkir
Magnús Þormar, Keflavík
Aðrir leikmenn:
Hannes Þorsteinn Sigurðsson, Viking
Viktor Bjarki Arnarsson, Fylkir
Ólafur Ingi Skúlason, Arsenal FC
Sigmundur Kristjánsson, KR
Davíð Þór Viðarsson, Lillestrøm
Tryggvi Sveinn Bjarnason, KR
Emil Hallfreðsson, Tottenham Hotspur
Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Djurgårdens
Ingvi Rafn Guðmundsson, Keflavík
Jónas Guðni Sævarsson, Keflavík
Steinþór Gíslason, Valur
Gunnar Þór Gunnarsson, Fram
Pálmi Rafn Pálmason, KA
Helgi Pétur Magnússon, ÍA
Hjálmar Þórarinsson, Hearts
Steinþór Freyr Þorsteinsson, Breiðablik

VF-mynd/ frá leik Keflavíkur og Fylkis síðasta sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024