Þrír frá Grindavík á úrtaksæfingar
Þrír knattspyrnumenn frá Grindavík hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir landsliðið í U 18 ára og U 19 ára karla.
Þeir Jósef Kristinsson og Bogi Rafn Einarsson hafa verið boðaðir til æfinga með U 18 ára liðinu en Alexander Þórarinsson var kallaður á æfingar með U 19.