Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír efnilegir semja við Þrótt Vogum
Föstudagur 21. febrúar 2020 kl. 11:10

Þrír efnilegir semja við Þrótt Vogum

Þrír efnilegir leikmenn hafa gert samning við Þrótt Vogum.

Tómas Hafberg er 19 ára ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá Víkingi Reykjavík. Tómas spilar sem bakvörður og hefur verið fastamaður í sterkum 2. flokki Víkings síðustu árin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristjan Örn Marko Stosic er 21 ára miðjumaður og hefur verið í námi í Bandaríkjunum síðustu árin. Marko fór í gegnum starfið hjá Fjölni og spilaði með 2. flokki Breiðablik. Marko spilaði með Hamri frá Hveragerði síðustu tvö sumur.

Guðmundur Már Jónasson er 20 ára og spilaði 13 leiki fyrir Hauka á síðasta ári. Guðmundur er framherji fór í gegnum yngriflokkastarf FH og spilaði líka fyrir KV á síðasta ári.

Tómas, Kristjan og Guðmundur spiluðu allir fyrir Þróttara í fótboltanet-mótinu sem fram fór á dögunum og verða því löglegir á morgun þegar Þróttarar mæta KV í Lengjubikarnum.