Þrír bikarmeistaratitlar til Suðurnesja um helgina
Þrír bikarmeistaratitlar í körfuknattleik komu til Suðurnesja um helgina. Í unglingaflokki kvenna varð Grindavík bikarmeistari eftir sigur gegn Haukum. Mikil spenna var í leiknum en Grindavík marði 2ja stiga sigur í lokin, 64-62.
Þá urðu Njarðvíkingar bikarmeistarar í 11. flokki karla en þeir tóku á móti KR í úrslitaviðureigninni. Njarðvíkingar höfðu undirtökin allan leikinn en KR-ingar rétt hlut sinn örlítið undir lokin. Úrslit leiksins urðu 79-71.
Keflavík varð svo bikarmeistari í 10. flokki kvenna eftir öruggan sigur á Haukum en lokatölur urðu 53-34.
Nánari lýsingar á leikjunu er hægt að lesa á www.karfan.is
Ljósmyndir: www.karfan.is