Þrír af Suðurnesjum í bann
Þeir Baldur Sigurðsson og Símun Samuelsen, leikmenn knattspyrnuliðs Keflavíkur, hafa verið úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ. Þá var Grindvíkingurinn Jóhann Helgason einnig settur í bann.
Allir missa þeir af næsta leik liða sinna en bönnin fengu þeir fyrir fjölda áminninga. Símun og Baldur missa af leik Keflavíkur og Fylkis en Jóhann verður fjarverandi þegar Grindvíkingar heimsækja Valsmenn á laugardalsvöll.
VF-mynd/ Baldur í leik með Keflavík