Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriggja stiga tap Keflavíkur
Föstudagur 26. janúar 2018 kl. 22:09

Þriggja stiga tap Keflavíkur

Keflavík tapaði gegn Haukum í lokaleik fimmtándu umferðar Domino´s-deildar karla í körfu í kvöld. Lokatölur leiksins voru 70-73 með þriggja stiga sigri Hauka og eftir leik kvöldsins er Keflavík í áttunda sæti deildarinnar með fjórtán stig.

„Það var ekki mikið sem skildi liðin að. Við vor­um hins veg­ar ekki nógu góðir til að vinna í dag, það er ekk­ert flókn­ara en það, við hitt­um ekki nógu vel," sagði Ragn­ar Örn Braga­son, leikmaður Kefla­vík­ur í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Hörður Axel Vilhjálmsson með 28 stig og 6 stoðsendingar, Dominique Elliott með 17 stig og 11 fráköst, Ragnar Örn Bragason með 14 stig og 5 fráköst og Ágúst Orrason með 9 stig, 4 fráköst og 5 stolnir boltar.