Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriggja stiga met Guðjóns í hættu
Páll Axel í leik með Skallagrími. [email protected]
Fimmtudagur 23. janúar 2014 kl. 14:47

Þriggja stiga met Guðjóns í hættu

Met Keflvíkingsins Guðjóns Skúlasonar, yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar í efstu deild karla í körfubolta, er í bráðri hættu. Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbersson, sem nú leikur með Skallagrími, er aðeins einni slíkri körfu frá því að jafna metið. Skallarnir leika gegn Störnumönnum í kvöld og verður að teljast líklegt að metið falli í leiknum. Páll Axel hefur verið með rúmlega þrjár körfur í leik fyrir utan bogann góða og ljóst að hann verður að teljast líklegur.

Páll Axel hefur skorað 964 þriggja stiga körfur í úrvalsdeild og vantar nú aðeins eina þriggja stiga körfu í viðbót til að jafna met Guðjóns Skúlasonar eins og áður segir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðurnesjamenn tróna á toppi listans yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar en sex efstu sætin eru í eign okkar manna, en átta af tíu efstu eru Suðurnesjamenn. Hér að neðan má sjá listann og fyrir aftan má sjá þau félög sem viðkomandi lék með meirihluta ferils síns. Aðeins Páll Axel og Magnús Gunnarsson eru ennþá að spila af þessum skyttum.

Flestar þriggja stiga körfur í úrvalsdeild karla:

  1. Guðjón Skúlason - 965 - Keflavík
  2. Páll Axel Vilbergsson - 964 - Grindavík
  3. Teitur Örlygsson - 742 - Njarðvík
  4. Magnús Þór Gunnarsson - 709 - Keflavík
  5. Kristinn Friðriksson - 673 - Keflavík
  6. Valur Snjólfur Ingimundarson - 593 - Njarðvík
  7. Eiríkur Sverrir Önundarson - 580 - ÍR
  8. Gunnar Einarsson - 572 - Keflavík
  9. Brenton Joe Birmingham - 534 - Njarðvík og Grindavík
  10. Pálmar Sigurðsson 484 - Haukar