Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriggja marka tap gegn Stjörnunni í Grindavík
Þriðjudagur 20. júlí 2010 kl. 22:45

Þriggja marka tap gegn Stjörnunni í Grindavík



Grindavíkurstúlkur tóku í kvöld á móti Stjörnunni í 11. umferð Pepsi deildar kvenna. Stjarnan sigraði leikinn með þremur mörkum gegn engu og því situr Grindavík enn í 8. sæti deildarinnar með 11 stig.
Fyrri hálfleikur var heldur rólegur og var mikið um hálffæri og miðjumoð. Þær gulu voru þó óheppnar að skora ekki eftir um hálftíma leik en þá barst boltinn inn á vítateig þar sem Alma Rut Garðarsdóttir skallaði hann rétt yfir markið. Stjörnustúlkur áttu einnig nokkur færi en Emma Higgins varði vel í marki Grindavíkur þegar á þurfti að halda. Þegar flautað var til hálfleiks var enn markalaust.
Síðari hálfleikur var töluvert hressari og þá sérstaklega leikur Stjörnunnar. Eftir fimm mínútna leik komust þær bláu í eitt núll með marki frá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Tíu mínútum síðar bætti Lindsey Schwartz öðru marki fyrir Stjörnuna. Gunnhildur Yrsa skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Stjörnustúlkna á 69. mínútu og gerði þar með nánast út um leikinn fyrir Grindavík sem hafði ekki sýnt hættulega sóknartilburði það sem búið var af hálfleiknum. Ekki voru fleiri mörk skoruð í Grindavíkinni í kvöld og lauk leiknum því með 0-3 sigri Stjörnunnar.
Næsti leikur Grindavíkurstúlkna er gegn KR í Frostaskjólinu þriðjudaginn 27. júlí og hefst hann klukkan 19:15.

VF-myndir / Sölvi Logason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

.

.+