Þriggja leikja bann fyrir að stíga á mótherja
Reynismaðurinn Morten Bach Kristensen var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir að setja fót sinn í andlit Hjartar Harðarsonar, framherja Þróttar, í leik liðanna í síðustu viku.
Á meðfylgjandi mynd, sem tekin er af Hafliða Breiðfjörð, ritstjóra fotbolti.net, sést atvikið vel, en boltinn var úti á miðjum velli þegar atvikið átti sér stað.
Athygli vekur að fimm Reynismenn eru dæmdir í bann í þessari lotu. Jakob Jónharðsson, þjálfari, fékk tveggja leikja bann fyrir brottvísun í sama leik.Þá fengu þeir Hafsteinn Ingvar Rúnarsson, Hafsteinn Rúnar Helgason og Árni Freyr Guðnason fengu eins leiks bann sökum gulra spjalda. Þeir þrír munu þó ekki þurfa að taka bannið út því bönn vegna áminninga færast ekki á milli leiktíða.
Sama er að segja um Jónas Guðna Sævarsson, fyrirliða Keflavíkur, sem fékk eins leiks bann vegna 4 gulra spjalda.
Mynd-fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð