Þriðji sigurleikurinn í röð hjá Keflvíkingum
Eftir smá slen í byrjun leiktíðar eru Keflvíkingar óðum að finna sig í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Þær lögðu Valsstúlkur á heimavelli sínum í kvöld, 77-69 þrátt fyrir mikla dýfu í þriðja leikhluta, þar sem Keflvíkingar skoruðu aðeins átta stig. Þær leiddu hins vegar með 22 stigum í hálfleik þannig að það kom ekki að sök. Nú eru sigurleikirnir orðnir þrír í röð og liðið situr í þriðja sæti.
Brittanny Dinkins var að venju fremst meðal jafningja með 27 stig og 13 fráköst.
Keflavík: Brittanny Dinkins 27/13 fráköst/7 stoðsendingar, Embla Kristínardóttir 10/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 7, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, María Jónsdóttir 0.