Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 23. júlí 2000 kl. 23:11

Þriðji sigurinn á KR í sumar

Keflvíkingar unnu í kvöld góðan og mikilvægan sigur á KR-ingum, 1-0, í 11. umferð Landssímadeildarinnar, en leikurinn fór fram á Keflavíkurvelli. Þetta er þriðji sigur Keflvíkinga á KR í sumar og skaut Keflvíkingum upp í 6. sæti deildarinnar með 15 stig, jafnt og ÍA, sem situr í 5. sæti með hagstæðara markahlutfall. Leikurinn einkenndist af gríðarlegri baráttu beggja liða, þar sem heimamenn sýndu skemmtilegt spil og mjög góðan leik. Mörkin létu þó standa á sér, enda lögðu bæði lið mikla áherslu á varnarleik. Það var ekki fyrr en á 77. mínútu sem markið í leiknum leit dagsins ljós. Hjörtur Fjeldsted, besti maður heimamanna í leiknum, renndi boltanum inn fyrir vörn KR-inga og Zoran Ljubicic skaut góðu skoti í fjærhornið, framhjá Kristjáni Finnbogasyni, markverði KR. Heimamenn áttu sigurinn svo sannarlega skilinn, enda áttu þeir mun fleiri og hættulegri færi en andstæðingarnir og vörðust eins og berserkir. Næsti leikur Keflvíkinga í Landssímadeildinni verður gegn Grindavík nk. sunnudag, 30. júlí, en leikið verður í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024