Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðji sigur Njarðvíkur í röð – Grindavík steinlá
Sunnudagur 24. febrúar 2013 kl. 22:30

Þriðji sigur Njarðvíkur í röð – Grindavík steinlá

Njarðvík gerði góða ferð á Ísafjörð í kvöld og vann öruggan sigur gegn KFÍ. Lokatölur urðu 93-119. Njarðvík hafði yfirhöndina allan leikinn og leiddi í hálfleik, 43-65.

Nigel Moore átti góðan leik hjá Njarðvík og skoraði 34 stig. Elvar Már Friðriksson skoraði 20 stig og Ólafur Helgi Jónsson var með 16 stig. Þetta var þriðji sigurleikur Njarðvíkur í röð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík léku illa gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld og steinlágu, 104-82. Grindvíkingar voru langt frá sínu besta og töpuðu með 22 stigum.

Eins og oft áður þá var Aaron Broussard stigahæstur með 21 stig. Samuel Zeglinski kom þar á eftir með 18 stig. Grindvíkingar eru ennþá í efsta sæti með 28 stig. Njarðvík er í 7. sæti með 18 stig.

KFÍ-Njarðvík 93-119 (22-30, 21-35, 28-23, 22-31)

Njarðvík: Nigel Moore 34/8 fráköst/6 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 20, Ólafur Helgi Jónsson 16, Marcus Van 15/10 fráköst, Ágúst Orrason 13, Maciej Stanislav Baginski 10, Oddur Birnir Pétursson 4, Friðrik E. Stefánsson 3/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2.

Stjarnan-Grindavík 104-82 (30-25, 19-18, 34-18, 21-21)

Grindavík: Aaron Broussard 21/10 fráköst/6 stoðsendingar, Samuel Zeglinski 18/13 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Ómar Örn Sævarsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Jón Axel Guðmundsson 2.