Þriðji sigur Grindavíkurstúlkna - þriðja tap Keflavíkur
Keflavíkurstúlkur töpuðu sínum þriðja leik í deildinni þegar þær urðu að lúta í lægra haldi gegn Haukum í TM-höllinni. Lokatölur urðu 74-88 en staðan í hálfleik var 42-41 fyrir Keflavík.
Leikurinn var jafn allan tímann en hjá Keflavík hélt Melissa Zorning uppi merkjum liðsins en mátti síns lítils í lokin gegn Pálínu Gunnlaugsdóttur og félögum í Haukum. Þessi fyrrverandi leikkmaður Keflavíkur var í miklu stuði og skoraði á sínum gamla heimamvelli 36 stig og var óstöðvandi. Zorning skoraði 38 stig í leiknum en Sandra Lind Þrastardóttir kom næst með 15 og 8 fráköst.
Grindavíkurstúlkur sigruðu í sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild kvenna í körfubolta þegar þær mættu Stjörnunni á heimavelli sínum. Lokatölur urðu 85-84 eftir framlengdan og æsispennandi leik.
Whitney Michelli Frazier skoraði 31 stig og tók 14 fráköst fyrir Grindavík, Petrúnella Skúladóttir var næst með 11 stig.
Grindavík og Haukur eru efst í deildinni, hafa bæði sigraði í öllum þremur leikjum sínum. Keflvík er í næst neðsta sæti með aðeins 2 stig.